Rokk fyrir alla 20. október 2004 00:01 "Rokkskólinn er fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á tónlist og þar er boðið upp á skemmtileg 4-6 vikna námskeið," segir Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona, sem er í forsvari fyrir skólann. Þegar forvitnast er um fögin kemur í ljós að ásamt söng er kennt á gítar, trommur og bassa og að sögn Evu Ásrúnar er bæði um hóptíma að ræða og einkatíma. "Þetta er einstaklingsmiðað nám sem er sniðið að þörfum hvers og eins en það hentar sumum krökkum betur að vera í hóp heldur en einir," segir hún og getur þess að yngsti nemandinn í trommutímunum sé aðeins sjö ára. Í söngtímunum er nemendum skipt í hópa eftir aldri og reynslu og Eva Ásrún segir þar sé farið í helstu atriðin eins og túlkun og texta, framkomu, upphitun, öndun og míkrófóntækni. Eva Ásrún stofnaði Rokkskólann á síðasta vori og er að byggja hann upp með sonum sínum Albert og Magnúsi, sem kenna báðir á hljóðfæri. "Við erum með fullt af góðu fólki með okkur," segir hún og nefnir nöfn Guðrúnar Gunnarsdóttur, Ernu Þórarinsdóttur, Ruthar Reginalds, Guðlaugs Falk, Jóhanns Hjörleifssonar og Bærings Logasonar. "Svo má ekki gleyma Hödda í Brain Police, hann kennir á bassa," segir Eva Ásrún og við rengjum hana ekki þegar hún lætur þess getið í lokin að í Rokkskólanum sé líf og fjör. Skráning er á rokkskolinn.is og í síma 898 9955. Nám Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Rokkskólinn er fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á tónlist og þar er boðið upp á skemmtileg 4-6 vikna námskeið," segir Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona, sem er í forsvari fyrir skólann. Þegar forvitnast er um fögin kemur í ljós að ásamt söng er kennt á gítar, trommur og bassa og að sögn Evu Ásrúnar er bæði um hóptíma að ræða og einkatíma. "Þetta er einstaklingsmiðað nám sem er sniðið að þörfum hvers og eins en það hentar sumum krökkum betur að vera í hóp heldur en einir," segir hún og getur þess að yngsti nemandinn í trommutímunum sé aðeins sjö ára. Í söngtímunum er nemendum skipt í hópa eftir aldri og reynslu og Eva Ásrún segir þar sé farið í helstu atriðin eins og túlkun og texta, framkomu, upphitun, öndun og míkrófóntækni. Eva Ásrún stofnaði Rokkskólann á síðasta vori og er að byggja hann upp með sonum sínum Albert og Magnúsi, sem kenna báðir á hljóðfæri. "Við erum með fullt af góðu fólki með okkur," segir hún og nefnir nöfn Guðrúnar Gunnarsdóttur, Ernu Þórarinsdóttur, Ruthar Reginalds, Guðlaugs Falk, Jóhanns Hjörleifssonar og Bærings Logasonar. "Svo má ekki gleyma Hödda í Brain Police, hann kennir á bassa," segir Eva Ásrún og við rengjum hana ekki þegar hún lætur þess getið í lokin að í Rokkskólanum sé líf og fjör. Skráning er á rokkskolinn.is og í síma 898 9955.
Nám Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira