Flugbátur í hnattferð væntanlegur 14. október 2004 00:01 Gamall Dornier DO-24 flugbátur er væntanlegur til Reykjavíkurflugvallar síðdegis á leið sinni umhverfis hnöttinn, líkt og forveri hans fór fyrir 75 árum. Þá þótti það flugsögulegt afrek. Í hnattfluginu á sínum tíma sat Dornier sjálfur, eða hönnuður og smiður vélarinnar, við stýrið en að þessu sinni er það sonarsonur hans, Iren Dornier, sem stýrir för. Þessi vél er talsvert yngri og er endurgerð af þeirri gömlu. Var sú gerð í notkun vel fram á áttunda áratuginn. Vængir þessarrar vélar eru endurbættir, skrúfuþotuhreyflar leysa gömlu stjörnuhreyflana af hólmi og þessi vél er búin lendingarhjólum þannig að hún getur bæði lent á landi og sjó. Ferðin, sem hófst á Filippseyjum, er farin til að vekja athyugli á barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og mun söfnunarfé frá Dornier sjálfum og ýmsum stórfyrirtækjum renna til menntunarverkefna stofnunarinnar. Dornier er ekki óþekkt vörumerki hér á landi því Íslandsflug notar þannig vélar til innanlandsflugs. Þá hefur Ómar Ragnarsson tekið ógrynni mynda úr Dornier-vél sem hann átti og Dagfinnur Stefánsson, fyrrverandi flugstjóri, á nýuppgerðan gamlan Dornier. Þessar vélar eru þó allt annarrar gerðar en flugbáturinn. Innlent Lífið Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Gamall Dornier DO-24 flugbátur er væntanlegur til Reykjavíkurflugvallar síðdegis á leið sinni umhverfis hnöttinn, líkt og forveri hans fór fyrir 75 árum. Þá þótti það flugsögulegt afrek. Í hnattfluginu á sínum tíma sat Dornier sjálfur, eða hönnuður og smiður vélarinnar, við stýrið en að þessu sinni er það sonarsonur hans, Iren Dornier, sem stýrir för. Þessi vél er talsvert yngri og er endurgerð af þeirri gömlu. Var sú gerð í notkun vel fram á áttunda áratuginn. Vængir þessarrar vélar eru endurbættir, skrúfuþotuhreyflar leysa gömlu stjörnuhreyflana af hólmi og þessi vél er búin lendingarhjólum þannig að hún getur bæði lent á landi og sjó. Ferðin, sem hófst á Filippseyjum, er farin til að vekja athyugli á barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og mun söfnunarfé frá Dornier sjálfum og ýmsum stórfyrirtækjum renna til menntunarverkefna stofnunarinnar. Dornier er ekki óþekkt vörumerki hér á landi því Íslandsflug notar þannig vélar til innanlandsflugs. Þá hefur Ómar Ragnarsson tekið ógrynni mynda úr Dornier-vél sem hann átti og Dagfinnur Stefánsson, fyrrverandi flugstjóri, á nýuppgerðan gamlan Dornier. Þessar vélar eru þó allt annarrar gerðar en flugbáturinn.
Innlent Lífið Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira