Innlent

Heimili og Skóli krefjast úrlausna

Heimili og skóli – landssamtök foreldra, hafa sent frá sér ályktun, þar sem segir að staðan í kjaraviðræðum Kennarasambands Íslands og launanefndar sveitarfélaga sé með öllu óviðunandi. Þar segir jafnframt að Alþingi setji lög um grunnskóla og stjórnvöldum beri því að fylgjast með því að sveitarfélög uppfylli skyldur sínar um að halda úti skóla fyrir öll börn. Samfélagið kalli á lausn án tafar og foreldrar skori á stjórnvöld að tryggja rétt nemenda til náms. Auknar kröfur til skólastarfs hafi haft í för með sér verulegan kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin sem kunni að kalla á endurmat á tekjustofnum sveitarfélaga. Skólastarf sé samfélagslegt viðfangsefni og krafa foreldra sé að hér séu reknir framúrskarandi skólar. Heimili og Skóli telja grundvöll þess vera að framtíðarlausn náist um fjármögnun skólastarfsins, laun og vinnuumhverfi kennara. Foreldrar vilji sjá lausn sem stuðli að góðu faglegu starfi, vellíðan og árangri nemenda.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×