Innlent

Tónlistarkennarar lýsa stuðningi

Tónlistarskólakennarar hafa lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu grunnskólakennara. Á svæðisþingi tónlistarskóla á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, sem haldið var í Reykjavík 24. september sl., var eindregnum stuðningi við launakröfur grunnskólakennara lýst yfir. Þingið skoraði á samninganefnd Launanefndar sveitarfélaga að leita allra leiða til að færa laun grunnskólakennara til samræmis við laun annarra háskólamenntaðra stétta. Sýna ætti menntun og störfum kennara virðingu og styrkja með því velferð í landinu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×