Furðar sig á undanþágunefnd 26. september 2004 00:01 Undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga hefur hingað til synjað öllum undanþágubeiðnum vegna kennslu fatlaðra barna í yfirstandandi verkfalli grunnskólakennara. Í nefndinni situr einn fulltrúi sveitarfélaganna og einn fulltrúi kennara. Ágreiningur hefur verið um allar undanþágubeiðnir þar sem fulltrúi sveitarfélagannna hefur viljað veita undanþágur í öllum tilfellum en fulltrúi kennara hefur synjað þeim öllum. Halldór Gunnarsson, formaður landssamtakanna Þroskahjálpar, segist hafa orðið fyrir ákaflega miklum vonbrigðum með niðurstöðuna og telur hana ekki vera baráttu kennara til framdráttar. Hann kveðst skilja kennara í sjálfri kjarabaráttunni og segir þá hafa margt til síns máls. Hins vegar hljóta að vera spurningar í öllum málum hvaða meðölum megi beita. „Mér finnst alveg óþolandi þegar menn beita fyrir sig neyðarástandi hjá fjölskyldum fatlaðra barna til að ná fram markmiðum sínum, hver sem á í hlut,“ segir Halldór og furðar sig á ummælum fulltrúa kennara í undanþágunefnd í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði að jafnt yrði yfir alla kennara að ganga. Halldór trúir ekki öðru en þetta séu mismæli. Halldór segir þá staðreynd að fötluð börn fái ekki notið kennslu á meðan á verkfalli stendur oft leiða til þess að afturför verði á þroska barnanna. „Fjölskyldur fatlaðra barna eiga oft nógu erfitt með að púsla sínu lífi saman á hverjum degi þótt ekkert verkfall sé. Hjá sumum jaðrar jafnvel við neyðarástand þegar verst lætur,“ segir Halldór og efast ekki um að slíkt ástand ríki á heimilum margra fatlaðra barna nú um stundir. Hægt er að hlusta á viðtal við Halldór Gunnarsson, formann landssamtakanna Þroskahjálpar, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga hefur hingað til synjað öllum undanþágubeiðnum vegna kennslu fatlaðra barna í yfirstandandi verkfalli grunnskólakennara. Í nefndinni situr einn fulltrúi sveitarfélaganna og einn fulltrúi kennara. Ágreiningur hefur verið um allar undanþágubeiðnir þar sem fulltrúi sveitarfélagannna hefur viljað veita undanþágur í öllum tilfellum en fulltrúi kennara hefur synjað þeim öllum. Halldór Gunnarsson, formaður landssamtakanna Þroskahjálpar, segist hafa orðið fyrir ákaflega miklum vonbrigðum með niðurstöðuna og telur hana ekki vera baráttu kennara til framdráttar. Hann kveðst skilja kennara í sjálfri kjarabaráttunni og segir þá hafa margt til síns máls. Hins vegar hljóta að vera spurningar í öllum málum hvaða meðölum megi beita. „Mér finnst alveg óþolandi þegar menn beita fyrir sig neyðarástandi hjá fjölskyldum fatlaðra barna til að ná fram markmiðum sínum, hver sem á í hlut,“ segir Halldór og furðar sig á ummælum fulltrúa kennara í undanþágunefnd í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði að jafnt yrði yfir alla kennara að ganga. Halldór trúir ekki öðru en þetta séu mismæli. Halldór segir þá staðreynd að fötluð börn fái ekki notið kennslu á meðan á verkfalli stendur oft leiða til þess að afturför verði á þroska barnanna. „Fjölskyldur fatlaðra barna eiga oft nógu erfitt með að púsla sínu lífi saman á hverjum degi þótt ekkert verkfall sé. Hjá sumum jaðrar jafnvel við neyðarástand þegar verst lætur,“ segir Halldór og efast ekki um að slíkt ástand ríki á heimilum margra fatlaðra barna nú um stundir. Hægt er að hlusta á viðtal við Halldór Gunnarsson, formann landssamtakanna Þroskahjálpar, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira