Innlent

Fasteignalán til jarðakaupa

Fasteignalán bankanna hafa hleypt nýju lífi í viðskipti með bújarðir á landsbyggðinni að sögn Jóns Hólms Stefánssonar, fasteignasala hjá Hóli. Hann segir bankana veita lán fyrir íbúðarhúsum á jörðum, sem geri efnaminna fólki tækifæri til að fjárfesta í jörðum á landsbyggðinni. Hann segir bankana veita lán upp í sjötíu prósent af kaupverði eignanna gegn því að þeir fái fullt veð í þeim. ,,Þetta hefur auðveldað mjög viðskipti með jarðir", segir Jón.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×