Innlent

Áhöfn ósátt við ummæli

Áhöfn Sólbaks EA-7 segir í yfirlýsingu að með orðum sínum geri forystumenn samtaka sjómanna, skipstjórnenda og vélstjóra, lítið úr áhöfn Sólbaks. "Ítrekað hefur verið fullyrt að okkur hafi verið stillt upp við vegg af útgerð skipsins eða við "hengdir upp á snaga," eins og formaður Félags skipstjórnarmanna komst svo ósmekklega að orði í viðtali á einum vefmiðli í gær. Fullyrðingum um meintan þrýsting og hótanir af hendi útgerðarinnar í okkar garð er harðlega vísað á bug sem rakalausum þvættingi," segir í yfirlýsingunni og farið fram á að forystumenn samtaka sjómanna ræði málið á hófstilltari og málefnalegri hátt en verið hefur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×