Innlent

Einn á slysadeild eftir árekstur

Einn var fluttur á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bíla á mótum Hólsvegar og Kambsvegar í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 17.30 í gær. Einn var í hvorum bíl. Hinn ökumaðurinn kenndi sér minni meiðsla og ætlaði að fara sjálfur á slysadeild. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru báðir bílarnir óökufærir eftir áreksturinn. Þá var lögregla kölluð til í minniháttar brunaútkalli sem varð í heimahúsi klukkan tuttugu mínútur. Þar hafði maður verið að sótthreinsa snuð í glasi í örbylgjuofni. Af þessu varð svo mikill reykur að ofninn eyðilagðist. Lögregla aðstoðaði heimilisfólk við að reykræsta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×