Innlent

Vatnsskemmdir hamla umferð

Vegfarendur um Ólafsfjarðarmúla mega eiga von á töfum næstu daga meðan unnið er að viðgerðum vegna skemmda sem vatnavextir síðustu daga ullu. Þá er óvíst hvernig haga á ferðum stórra flutningabíla um Ólafsfjarðarmúla og verða ökumenn þeirra að hafa samráð við verkstjóra á staðnum. Vegir lokuðust á nokkrum stöðum. Ólafsfjarðarvegur lokaðist við Burstabrekku þar sem stífla brast með þessum afleiðingum. Vegurinn var ekki það eina sem skemmdist af þessum sökum. Ný virkjun, sem var nýlega búið að tengja við landsnetið, skemmdist og eru tjónið á virkjuninni talið umtalsvert. Þjóðvegurinn á Ströndum lokaðist frá Bjarnarfirði og norður Árneshrepp að Norðurfirði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×