Innlent

Samþykkt tilboð í tengivirki

Landsvirkjun hefur samið við Keflavíkurverktaka um að taka að sér gerð tengivirkis í Fljótsdal, en þaðan koma til með að liggja Fljótsdalslínur 3 og 4 sem eru háspennulínur þær sem flytja raforku úr Kárahnjúkavirkjun, 50 kílómetra leið að fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar vegna verksins hljóðaði upp á tæpar 682 milljónir króna, en tilboð Keflavíkurverktaka var upp á tæpar 458 milljónir króna, eða um þriðjungi undir kostnaðaráætlun. Einnig bauð í verkið fyrirtækið Fosskraft sf., rúmar 473 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×