Innlent

Verða að vera bólusettir

Embætti yfirdýralæknis segir að þrátt fyrir margra mánaða baráttu hafi ekkert gengið að hrekja kröfur Evrópusambandsins um að Ísland skuli bólusetja alla hunda og ketti gegn hundaæði sem flutt eru til aðildarríkjanna. Reglurnar taka gildi 1. október. Yfirdýralæknir bendir sérstaklega á að það þurfi að líða 30 dagar frá bólusetningu gegn hundaæði þangað til flytja má dýrið til landanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×