Kostnaður hækkar um 10 milljarða 20. september 2004 00:01 Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara fer úr 16 í 26 milljarða króna á ári, ef gengið verður að kröfum kennara, samkvæmt útreikningum Launanefndar sveitarfélaganna. Enginn fundur verður í deilunni fyrr en á fimmtudag. Það er deginum ljósara á fyrsta degi kennaraverkfalls að það er himinn og haf á milli deilenda. Þeir eru fyrir það fyrsta ekki sammála um hvað einn og sami hluturinn kostar, þ.e.a.s. þeir komast að gjörólíkri niðurstöðu um hvað það myndi kosta að ganga að kröfum kennara. Mat kennara er að kostnaðarhækkunin við upphaf samnings, ef gengið verður að honum, sé 24,5%, í árslok 2007 34,4% og í árslok 2008 42,4%. Mat launanefndar sveitarfélaga er hins vegar að hækkunin sé 42,4% við upphaf samnings, 53,7% í árslok 2007 og 63,2% í árslok 2008. Eins og sjá má er munurinn mikill og hann skýrist af mismunandi forsendum deilenda við að reikna út kostnaðinn. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir nefndina gera ráð fyrir því að sveitarfélögin myndu vilja halda uppi sama skólastarfi, fyrir og eftir samninginn. Breytingar í tillögum kennara feli það hins vegar í sér að það sem nú er greitt fyrir í dagvinnu yrði greitt í yfirvinnu. Það er stóri punkturinn að sögn Birgis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, tekur undir þessa skýringu en segir launanefndina ávallt segja að hún semji ekki um yfirvinnu því hvert og eitt sveitarfélag ráði því hvað það kaupi mikla yfirvinnu. Því stendur Eiríkur á því að mat sambandsins sé rétt. Samkvæmt útreikningum launanefndar sveitarfélaganna mundi launakostnaður sveitarfélaganna hækka um 10 milljarða á ári verði samið á forsendum kennara til ársloka 2008, og verða þá 26 milljarðar króna. Birgir Björn segir að það muni valda gríðarlegum skaða í þjóðfélaginu dragist verkfallið á langinn. Því sé sú kvöð á samningsaðilum að setjast niður hið allra fyrsta og reyna að semja. Ríkissáttasemjari, Ásmundur Stefánsson, segir einfalda skýringu á að ekki verði boðað til næsta fundar fyrr en á fimmtudag eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær. Menn þurfi að skýra fyrir fjölmiðlum og sínu baklandi hvað sé að gerast og hvernig aðilar standi. Þegar mikið beri í milli þurfi menn líka að hugsa sig aðeins um. Víðast hvar gætir svartsýni á að lausn sé í sjónmáli og það er ekki að greina mikinn sáttatón í máli deilenda. Eiríkur Jónsson segir það algjörlega ljóst að deilan leysist ekki á þeim grunni sem launanefndin hafi verið að bjóða hingað til. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara fer úr 16 í 26 milljarða króna á ári, ef gengið verður að kröfum kennara, samkvæmt útreikningum Launanefndar sveitarfélaganna. Enginn fundur verður í deilunni fyrr en á fimmtudag. Það er deginum ljósara á fyrsta degi kennaraverkfalls að það er himinn og haf á milli deilenda. Þeir eru fyrir það fyrsta ekki sammála um hvað einn og sami hluturinn kostar, þ.e.a.s. þeir komast að gjörólíkri niðurstöðu um hvað það myndi kosta að ganga að kröfum kennara. Mat kennara er að kostnaðarhækkunin við upphaf samnings, ef gengið verður að honum, sé 24,5%, í árslok 2007 34,4% og í árslok 2008 42,4%. Mat launanefndar sveitarfélaga er hins vegar að hækkunin sé 42,4% við upphaf samnings, 53,7% í árslok 2007 og 63,2% í árslok 2008. Eins og sjá má er munurinn mikill og hann skýrist af mismunandi forsendum deilenda við að reikna út kostnaðinn. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir nefndina gera ráð fyrir því að sveitarfélögin myndu vilja halda uppi sama skólastarfi, fyrir og eftir samninginn. Breytingar í tillögum kennara feli það hins vegar í sér að það sem nú er greitt fyrir í dagvinnu yrði greitt í yfirvinnu. Það er stóri punkturinn að sögn Birgis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, tekur undir þessa skýringu en segir launanefndina ávallt segja að hún semji ekki um yfirvinnu því hvert og eitt sveitarfélag ráði því hvað það kaupi mikla yfirvinnu. Því stendur Eiríkur á því að mat sambandsins sé rétt. Samkvæmt útreikningum launanefndar sveitarfélaganna mundi launakostnaður sveitarfélaganna hækka um 10 milljarða á ári verði samið á forsendum kennara til ársloka 2008, og verða þá 26 milljarðar króna. Birgir Björn segir að það muni valda gríðarlegum skaða í þjóðfélaginu dragist verkfallið á langinn. Því sé sú kvöð á samningsaðilum að setjast niður hið allra fyrsta og reyna að semja. Ríkissáttasemjari, Ásmundur Stefánsson, segir einfalda skýringu á að ekki verði boðað til næsta fundar fyrr en á fimmtudag eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær. Menn þurfi að skýra fyrir fjölmiðlum og sínu baklandi hvað sé að gerast og hvernig aðilar standi. Þegar mikið beri í milli þurfi menn líka að hugsa sig aðeins um. Víðast hvar gætir svartsýni á að lausn sé í sjónmáli og það er ekki að greina mikinn sáttatón í máli deilenda. Eiríkur Jónsson segir það algjörlega ljóst að deilan leysist ekki á þeim grunni sem launanefndin hafi verið að bjóða hingað til.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira