Bruni í Klumba í Ólafsvík 18. september 2004 00:01 Gríðarlegt tjón varð þegar fiskverkun Klumba í Ólafsvík brann til grunna í nótt Tjónið er talið nema vel yfir hundrað milljónum króna. Leifur Halldórsson, sem er einn eiganda Klumba þar sem 25 manns störfuðu, segir þetta geysilegt áfall fyrir aðstandendur fiskverkunarinnar, byggðarlagið allt og fólkið sem unnið hafi við verknunina. Hann segir að fólkið verði haft á launum eitthvað áfram og síðan verði reynt að útvega því vinnu, svo verði vonandi hægt að byggja húsið upp að nýju. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Ólafsvík hefur líkt og Leifur áhyggjur af afleiðingum brunans fyrir bæjarfélagið og segir það áfall að missa svona stóran vinnustað úr bænum. Hann segist ánægður með að forsvarsmenn fyrirtækisins séu ákveðnir í því að byggja húsið upp aftur. Gerist það hins vegar ekki yrði það mikið áfall. Tilkynnt var um eld í austurhluta hússins um klukkan hálf tvö í nótt. Þegar slökkvilið kom á staðinn var eldurinn þegar orðinn mikill og breiddist hann hratt út. Aðstæður á staðnum voru erfiðar vegna mikils vinds. Talið er að eldurinn hafi komið upp í kyndiklefa hússins sem var um 1100 fermetrar að stærð. Í kyndiklefanum var ellefu hundruð kílówatta rafmagnstúrbína að sögn Leifs Halldórssonar. Ekki er þó búið að staðfesta neitt varðandi upptök eldsins. Tjónið er erfitt að meta en fiskverkunin var með tryggingu frá Sjóvá Almennum. Leifur Halldórsson á fiskverkun Klumba með sonum sínum og reka þeir einnig frystihúsið Frostfisk í Þorlákshöfn. Tjónið er að hans mati ómögulegt að meta til fjár en eingöngu húsið var metið á hundrað milljónir króna. Hann segir tjónið ómetanlegt, fólk missi vinnunna. Framleiðslan í húsinu hafi verið mikil, í húsinu hafi unnið 25 manns, sem hafi framleitt fyrir hálfan milljarð króna á ári. Margir missi nú úr aski sínum. Hann segir að það sé aldrei hægt að vera tryggður nógu vel fyrir svona, þó að þeir hafi haft þokkalega tryggingu. Hann segir vinnslu í bæjarfélaginu helda áfram þrátt fyrir þetta, enda það þýði ekkert að gefast upp. Hann segist vera orðinn svo sjóaður í lífinu að þetta hafi ekki fengið jafn rosalega á sig og við hefði verið að búast. Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Gríðarlegt tjón varð þegar fiskverkun Klumba í Ólafsvík brann til grunna í nótt Tjónið er talið nema vel yfir hundrað milljónum króna. Leifur Halldórsson, sem er einn eiganda Klumba þar sem 25 manns störfuðu, segir þetta geysilegt áfall fyrir aðstandendur fiskverkunarinnar, byggðarlagið allt og fólkið sem unnið hafi við verknunina. Hann segir að fólkið verði haft á launum eitthvað áfram og síðan verði reynt að útvega því vinnu, svo verði vonandi hægt að byggja húsið upp að nýju. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Ólafsvík hefur líkt og Leifur áhyggjur af afleiðingum brunans fyrir bæjarfélagið og segir það áfall að missa svona stóran vinnustað úr bænum. Hann segist ánægður með að forsvarsmenn fyrirtækisins séu ákveðnir í því að byggja húsið upp aftur. Gerist það hins vegar ekki yrði það mikið áfall. Tilkynnt var um eld í austurhluta hússins um klukkan hálf tvö í nótt. Þegar slökkvilið kom á staðinn var eldurinn þegar orðinn mikill og breiddist hann hratt út. Aðstæður á staðnum voru erfiðar vegna mikils vinds. Talið er að eldurinn hafi komið upp í kyndiklefa hússins sem var um 1100 fermetrar að stærð. Í kyndiklefanum var ellefu hundruð kílówatta rafmagnstúrbína að sögn Leifs Halldórssonar. Ekki er þó búið að staðfesta neitt varðandi upptök eldsins. Tjónið er erfitt að meta en fiskverkunin var með tryggingu frá Sjóvá Almennum. Leifur Halldórsson á fiskverkun Klumba með sonum sínum og reka þeir einnig frystihúsið Frostfisk í Þorlákshöfn. Tjónið er að hans mati ómögulegt að meta til fjár en eingöngu húsið var metið á hundrað milljónir króna. Hann segir tjónið ómetanlegt, fólk missi vinnunna. Framleiðslan í húsinu hafi verið mikil, í húsinu hafi unnið 25 manns, sem hafi framleitt fyrir hálfan milljarð króna á ári. Margir missi nú úr aski sínum. Hann segir að það sé aldrei hægt að vera tryggður nógu vel fyrir svona, þó að þeir hafi haft þokkalega tryggingu. Hann segir vinnslu í bæjarfélaginu helda áfram þrátt fyrir þetta, enda það þýði ekkert að gefast upp. Hann segist vera orðinn svo sjóaður í lífinu að þetta hafi ekki fengið jafn rosalega á sig og við hefði verið að búast.
Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent