Innlent

Hass fannst í þvagi barna

Hassefni fundust í þvagi tveggja tólf ára barna á Akureyri. Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeildar Akureyrarbæjar, segir að ekki sé vitað til þess að áður hafi slík efni fundist í þvagi svo ungra barna í bænum. Gunnar segir þetta vera mjög alvarlegt og veki að sjálfsögðu ugg, en það sýni að alltaf sé þörf á að vera á tánum gagnvart vímuefnum þegar ungmenni eru annars vegar. Þá vill hann hvetja foreldra barna í eldri bekkjum grunnskóla til að fylgjast vel með börnum sínum komi til kennaraverkfalls. Þeim sé hætt við því að snúa sólarhringnum við og reynslan hafi sýnt að neysla vímuefna hjá ungmennum fari yfirleitt fram eftir að útivistartíma barna er lokið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×