Kári ritstjóri Fréttablaðsins 16. september 2004 00:01 Kári Jónasson hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins og tekur til starfa 1. nóvember. Kári var fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í sautján ár en vann þar samfleytt í 31 ár, fyrst sem fréttamaður og svo varafréttastjóri. Áður var hann blaðamaður á Tímanum. Kári segist hafa hugsað málið og rætt við fjölskyldu sína þegar honum bauðst ritstjórastarfið en slegið svo til. "Fréttablaðið er spennandi blað og það má segja að ég sé að byrja á byrjunarreit á ný, ég var á Tímanum í tíu ár þegar allt var í blýi og offset." Hann vann í 31 ár hjá Ríkisútvarpinu og segir árin þar hafa verið góð. "Ég held ég hafi þjónað því fyrirtæki ágætlega en því er ekki að leyna að stjórnvöld hafa ekki staðið sig í stykkinu gagnvart RÚV og starfsfólkið þar hefur lifað lengi í mikilli óvissu um framtíðina. Á þessu þarf að taka og ég vona að núverandi menntamálaráðherra efni orð sín og ráðist í endurskoðun laga og stjórnskipulags Ríkisútvarpsins." Kári segist ekki hafa viljað bíða eftir breytingunum enda taki þær sinn tíma. Honum hafi þótt fýsilegra að stökkva á nýja starfið þegar það bauðst. Þó að fjölmiðlar séu í eðli sínu líkir er margt ólíkt með Ríkisútvarpinu og Fréttablaðinu og eins með fréttastjórastarfinu og ritstjórastarfinu. "Ég hef verið á 24 tíma fréttavakt í dálítið mörg ár þannig að þetta verða viðbrigði. Það er gaman að takast á við nýja hluti, á Fréttablaðinu vinnur margt ungt hæfileikaríkt fólk og það verður spennandi að blanda saman reynslu minni annars vegar og menntun og hæfni unga fólksins hins vegar og gera úr þessu gott blað." Kári segir von á einhverjum breytingum á blaðinu undir hans stjórn en vill sem minnst um þær segja enda ekki tekinn til starfa. "Fréttablaðið er mikill gullmoli, 70 prósent þjóðarinnar sjá blaðið daglega og það verður að klappa því og slípa, hlusta vel á lesendur og þjóna þeim dyggilega." Í umræðum um fjölmiðlamálið í vor og sumar sögðu sumir Fréttablaðið hallt undir eigendur sína og tiltekin pólitísk öfl. Er Kári sammála því? "Umræðan um eigendurna hefur aldrei truflað mig. Ég hef upplifað risa á fjölmiðlamarkaðnum en aldrei velt eignarhaldinu fyrir mér. Hins vegar vil ég að til séu heiðarleg, sanngjörn og góð fjölmiðlalög og það þarf líka lög um ritstjórnir og blaðamenn. Svo er nauðsynlegt að stjórnvöld hlúi að blaðamennsku í landinu með því að skjóta fastari rótum undir kennslu í faginu. Sjálfur tel ég mig hafa lagt mitt af mörkum hjá Háskólanum á Akureyri en það vantar meiri endurmenntun og frekari rannsóknir. Háskólamenn þurfa t.d. að rannsaka frammistöðu fjölmiðla í umfjöllunum þeirra um umdeild mál á borð við Íraksstríðið, Kárahnjúkavikjun og fjölmiðlalögin. Það er fullyrt út og suður um þessi mál en vantar algjörlega rannsóknir og einhvern botn. Það er sagt að fjölmiðlarnir séu fjórða valdið í samfélaginu og það þarf að búa betur að þessu fjórða valdi." Kári tekur við starfinu af Gunnari Smára Egilssyni, sem verið hefur ritstjóri frá endurreisn Fréttablaðsins í júlí 2002. Gunnar Smári verður áfram útgefandi Fréttar ehf, útgáfufélags blaðsins. Fréttir Innlent Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Kári Jónasson hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins og tekur til starfa 1. nóvember. Kári var fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í sautján ár en vann þar samfleytt í 31 ár, fyrst sem fréttamaður og svo varafréttastjóri. Áður var hann blaðamaður á Tímanum. Kári segist hafa hugsað málið og rætt við fjölskyldu sína þegar honum bauðst ritstjórastarfið en slegið svo til. "Fréttablaðið er spennandi blað og það má segja að ég sé að byrja á byrjunarreit á ný, ég var á Tímanum í tíu ár þegar allt var í blýi og offset." Hann vann í 31 ár hjá Ríkisútvarpinu og segir árin þar hafa verið góð. "Ég held ég hafi þjónað því fyrirtæki ágætlega en því er ekki að leyna að stjórnvöld hafa ekki staðið sig í stykkinu gagnvart RÚV og starfsfólkið þar hefur lifað lengi í mikilli óvissu um framtíðina. Á þessu þarf að taka og ég vona að núverandi menntamálaráðherra efni orð sín og ráðist í endurskoðun laga og stjórnskipulags Ríkisútvarpsins." Kári segist ekki hafa viljað bíða eftir breytingunum enda taki þær sinn tíma. Honum hafi þótt fýsilegra að stökkva á nýja starfið þegar það bauðst. Þó að fjölmiðlar séu í eðli sínu líkir er margt ólíkt með Ríkisútvarpinu og Fréttablaðinu og eins með fréttastjórastarfinu og ritstjórastarfinu. "Ég hef verið á 24 tíma fréttavakt í dálítið mörg ár þannig að þetta verða viðbrigði. Það er gaman að takast á við nýja hluti, á Fréttablaðinu vinnur margt ungt hæfileikaríkt fólk og það verður spennandi að blanda saman reynslu minni annars vegar og menntun og hæfni unga fólksins hins vegar og gera úr þessu gott blað." Kári segir von á einhverjum breytingum á blaðinu undir hans stjórn en vill sem minnst um þær segja enda ekki tekinn til starfa. "Fréttablaðið er mikill gullmoli, 70 prósent þjóðarinnar sjá blaðið daglega og það verður að klappa því og slípa, hlusta vel á lesendur og þjóna þeim dyggilega." Í umræðum um fjölmiðlamálið í vor og sumar sögðu sumir Fréttablaðið hallt undir eigendur sína og tiltekin pólitísk öfl. Er Kári sammála því? "Umræðan um eigendurna hefur aldrei truflað mig. Ég hef upplifað risa á fjölmiðlamarkaðnum en aldrei velt eignarhaldinu fyrir mér. Hins vegar vil ég að til séu heiðarleg, sanngjörn og góð fjölmiðlalög og það þarf líka lög um ritstjórnir og blaðamenn. Svo er nauðsynlegt að stjórnvöld hlúi að blaðamennsku í landinu með því að skjóta fastari rótum undir kennslu í faginu. Sjálfur tel ég mig hafa lagt mitt af mörkum hjá Háskólanum á Akureyri en það vantar meiri endurmenntun og frekari rannsóknir. Háskólamenn þurfa t.d. að rannsaka frammistöðu fjölmiðla í umfjöllunum þeirra um umdeild mál á borð við Íraksstríðið, Kárahnjúkavikjun og fjölmiðlalögin. Það er fullyrt út og suður um þessi mál en vantar algjörlega rannsóknir og einhvern botn. Það er sagt að fjölmiðlarnir séu fjórða valdið í samfélaginu og það þarf að búa betur að þessu fjórða valdi." Kári tekur við starfinu af Gunnari Smára Egilssyni, sem verið hefur ritstjóri frá endurreisn Fréttablaðsins í júlí 2002. Gunnar Smári verður áfram útgefandi Fréttar ehf, útgáfufélags blaðsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira