Innlent

Pétur W. Kristjánsson jarðsunginn

Pétur W. Kristjánsson tónlistarmaður var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í gær. Hann fæddist 7. janúar 1952 og lést á Landspítalanum 3. september eftir skammvinn veikindi. Pétur var í hópi þekktustu tónlistarmanna sinnar kynslóðar og söng með mörgum vinsælum hljómsveitum, t.d. Pops, Náttúru og Pelikan. Hann vakti glaðværð hvar sem hann kom enda lífsglaður og hamingjusamur. Hann hafði unun af að segja sögur af sjálfum sér og öðrum, sögur sem jafnan var skellihlegið að. Síðari ár starfaði Pétur að plötuúgáfu og sölu geisladiska en nú síðsumars vann hann að plötu með lögum Kims Larsen. Þá var hann ötull liðsmaður í réttindabaráttu hljómlistarmanna. Jakob Frímann Magnússon kvað að Pétri látnum: Heyr fríðan syngja Svaninn/ svellur Náttúru gígja./ Úr lífsins Póker flaug Pelikaninn/ í Paradís nýja. Eiginkona Péturs er Anna Linda Skúladóttir og áttu þau börnin Írisi Wigelund, Kristján Karl og Gunnar Eggert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×