Risastór virkjun á Norðurlandi? 16. september 2004 00:01 Forystumenn í Skagafirði vilja að raforka sem framleidd verður á Norðurlandi vestra verði nýtt til stóriðju á Brimnesi við Kolkuós og hafna því að hún verði nýtt til atvinnusköpunar utan héraðs. Viðræður eru að hefjast milli Landsvirkjunar og Skagfirðinga um að reisa eina stærstu virkjun landsins, Skatastaðavirkjun. Landsvirkjun vill beisla vötnin sem renna frá norðanverðum Hofsjökli til Skagafjarðar og hefur sótt um rannsóknarleyfi til iðnaðarráðherra. Hugmynd Landsvirkjunar er að virkja fallið við eyðibýlið Skatastaði í Austurdal. Virkjunin yrði svipuð Blönduvirkjun. Stórt miðlunarlón, Bugslón, yrði til á hálendinu en þaðan yrði vatninu veitt í göngum um tvö önnur lón að stöðvarhúsi sem yrði neðanjarðar við Skatastaði. Agnar Ólsen, framkvæmdasjtóri hjá Landsvirkjun, segir að virkjunin yrði með stærstu vatnsaflsvirkjunum á landinu, jafnvel upp í 180 megavött. Aðeins þrjár virkjanir yrðu stærri: við Kárahnjúka, Búrfell og Hrauneyjafoss. Agnar segir að ekki verði ráðist í virkjunarframkvæmdirnar nema stórkaupandi sé í spilinu því hún sé alltof stór fyrir almennan markað. Landsvirkjun hefur óskað eftir fundi með viðkomandi sveitarfélögum, Skagafirði og Akrahreppi, og er stefnt að viðræðum í kringum næstu mánaðamót. Ráðamenn í Skagafirði sjá fyrir sér að orkan verði nýtt til stóriðju á Brimnesi, sunnan Kolkuóss, en þar gera menn ráð fyrir lóð undir iðnaðarstarfsemi. Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði, segir að á Norðurlandi vestra hafi menn séð hvernig Blanda var virkjuð án þess að því fylgdi atvinnuuppbygging á svæðinu. Menn hafni því alfarið að aftur verði virkjað til að skapa atvinnu annarsstaðar. Nú vilji menn að orka frá Skatastaðavirkjun og Blöndvirkjun verði notuð á Norðurlandi vestra og þar sé álver einn kosturinn. Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Forystumenn í Skagafirði vilja að raforka sem framleidd verður á Norðurlandi vestra verði nýtt til stóriðju á Brimnesi við Kolkuós og hafna því að hún verði nýtt til atvinnusköpunar utan héraðs. Viðræður eru að hefjast milli Landsvirkjunar og Skagfirðinga um að reisa eina stærstu virkjun landsins, Skatastaðavirkjun. Landsvirkjun vill beisla vötnin sem renna frá norðanverðum Hofsjökli til Skagafjarðar og hefur sótt um rannsóknarleyfi til iðnaðarráðherra. Hugmynd Landsvirkjunar er að virkja fallið við eyðibýlið Skatastaði í Austurdal. Virkjunin yrði svipuð Blönduvirkjun. Stórt miðlunarlón, Bugslón, yrði til á hálendinu en þaðan yrði vatninu veitt í göngum um tvö önnur lón að stöðvarhúsi sem yrði neðanjarðar við Skatastaði. Agnar Ólsen, framkvæmdasjtóri hjá Landsvirkjun, segir að virkjunin yrði með stærstu vatnsaflsvirkjunum á landinu, jafnvel upp í 180 megavött. Aðeins þrjár virkjanir yrðu stærri: við Kárahnjúka, Búrfell og Hrauneyjafoss. Agnar segir að ekki verði ráðist í virkjunarframkvæmdirnar nema stórkaupandi sé í spilinu því hún sé alltof stór fyrir almennan markað. Landsvirkjun hefur óskað eftir fundi með viðkomandi sveitarfélögum, Skagafirði og Akrahreppi, og er stefnt að viðræðum í kringum næstu mánaðamót. Ráðamenn í Skagafirði sjá fyrir sér að orkan verði nýtt til stóriðju á Brimnesi, sunnan Kolkuóss, en þar gera menn ráð fyrir lóð undir iðnaðarstarfsemi. Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði, segir að á Norðurlandi vestra hafi menn séð hvernig Blanda var virkjuð án þess að því fylgdi atvinnuuppbygging á svæðinu. Menn hafni því alfarið að aftur verði virkjað til að skapa atvinnu annarsstaðar. Nú vilji menn að orka frá Skatastaðavirkjun og Blöndvirkjun verði notuð á Norðurlandi vestra og þar sé álver einn kosturinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira