Neysla erlendra ferðamanna eykst 16. september 2004 00:01 Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum fyrstu sex mánuði ársins hafa aukist um milljarð frá því á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu. Tekjurnar fyrri helming þessa árs námu tæpum 15 milljörðum króna. Af þeim voru um 5,5 milljarðar í fargjaldatekjur en restin vegna kaupa ferðamanna á vörum og þjónustu í landinu. Fargjaldatekjur voru álíka og í fyrra og var aukningin því nær eingöngu vegna neyslu ferðamanna eftir að til landsins var komið. Tekjur af erlendum ferðamönnum hafa vel ríflega tvöfaldast á undanförnum áratug. Þær voru tæpir 16 milljarðar 1993 en rúmir 37 milljarðar í fyrra. Fargjaldatekjur jukust úr tæpum 6 milljörðum í tæpa 13 milljarða á tímabilinu og tekjur vegna neyslu úr tæpum tíu milljörðum í um 24,5 milljarða. Á síðasta ári komu í fyrsta sinn fleiri en 300 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og hefur þeim fjölgað um 124 þúsund frá því fyrir sex árum. Á milli áranna 2002 og 2003 fjölgaði ferðamönnum um tæp 40 þúsund. Hver ferðamaður sem kom til landsins í fyrra eyddi að meðaltali um 120 þúsund krónum. Af þeim fóru rúm 40 þúsund í fargjöld og tæp 80 þúsund í neyslu. Árið 1997 var meðaltalseyðslan sú sama en skiptingin öðruvísi. Flugfarið var dýrara, kostaði tæpar 55 þúsund krónur að meðaltali, og varði hver ferðamaður rúmum 65 þúsund krónum í vöru og þjónustu. Neyslan hefur því aukist um 15 þúsund krónur á ferðamann að meðaltali á síðustu sex árum en flugfarið er að sama skapi 15 þúsund krónum ódýrara en áður var. Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum fyrstu sex mánuði ársins hafa aukist um milljarð frá því á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu. Tekjurnar fyrri helming þessa árs námu tæpum 15 milljörðum króna. Af þeim voru um 5,5 milljarðar í fargjaldatekjur en restin vegna kaupa ferðamanna á vörum og þjónustu í landinu. Fargjaldatekjur voru álíka og í fyrra og var aukningin því nær eingöngu vegna neyslu ferðamanna eftir að til landsins var komið. Tekjur af erlendum ferðamönnum hafa vel ríflega tvöfaldast á undanförnum áratug. Þær voru tæpir 16 milljarðar 1993 en rúmir 37 milljarðar í fyrra. Fargjaldatekjur jukust úr tæpum 6 milljörðum í tæpa 13 milljarða á tímabilinu og tekjur vegna neyslu úr tæpum tíu milljörðum í um 24,5 milljarða. Á síðasta ári komu í fyrsta sinn fleiri en 300 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og hefur þeim fjölgað um 124 þúsund frá því fyrir sex árum. Á milli áranna 2002 og 2003 fjölgaði ferðamönnum um tæp 40 þúsund. Hver ferðamaður sem kom til landsins í fyrra eyddi að meðaltali um 120 þúsund krónum. Af þeim fóru rúm 40 þúsund í fargjöld og tæp 80 þúsund í neyslu. Árið 1997 var meðaltalseyðslan sú sama en skiptingin öðruvísi. Flugfarið var dýrara, kostaði tæpar 55 þúsund krónur að meðaltali, og varði hver ferðamaður rúmum 65 þúsund krónum í vöru og þjónustu. Neyslan hefur því aukist um 15 þúsund krónur á ferðamann að meðaltali á síðustu sex árum en flugfarið er að sama skapi 15 þúsund krónum ódýrara en áður var.
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira