Innlent

Erfiðleikar í samskiptum

Ekki hefur verið gengið frá samningi milli Bændasamtaka Íslands og sláturleyfishafa að því er segir í Bændablaðinu. Þar kemur fram að ekki hafi verið lokið við að ganga frá samkomulagi um ráðstöfun peninga sem komi inn á nýhafinni sláturtíð og renna eiga til þjónustu og þróunarkostnaðar. Í gildandi sauðfjársamningi er gert ráð fyrir að ráðstöfun peninganna sé á hendi bænda. Í leiðara Bændablaðsins segir að samskiptum bænda og sláturhúsa þurfi að koma í jákvæðan farveg og tryggja samstarf. Gagnrýnt er að einungis fáir fulltrúar sláturleyfishafa mættu á fund sem Bændasamtökin boðuðu til að ræða sameiginleg málefni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×