Innlent

Í kappi við veturinn

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Arnarfells á Akureyri undirbúa af kappi jarðgangagerð vegna svokallaðrar Ufsarveitu Kárahnjúkavirkjunar. Markmiðið er að "komast ofan í jörðina" áður en vetur sest að á hálendinu eystra, að því er fram kemur á vefsíðu virkjunarinnar. Lokið er við að grafa lausan jarðveg frá væntanlegu inntaki ganganna og unnið að því að sprengja bergið og leggja veg að vinnusvæðinu. Arnarfell annast gerð jarðganga og inntaks í göng úr Ufsarlóni í Jökulsá í Fljótsdal ásamt því að leggja veg að Ufsarlóni og austur að Kelduá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×