Innlent

Veginum lokað vegna skriðufalla

Þjóðveginum á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs hefur verið lokað vegna skriðufalla úr Þvottár- og Hvalnesskriðum. Að sögn Vegagerðarmanna eru þetta talsvert miklar skriður og mikill vatnsagi og eðja eru á vettvangi þannig að ekki er hægt að hefjast handa við hreinsun eins og stendur. Enginn bíll varð fyrir skriðunum. Óvíst er hvenær hægt verður að opna veginn í ný. Myndin er frá Djúpavogi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×