Innlent

Fóru út fyrir leyfilegt svæði

Tveir fiskibátar, Ólafur HF-251 og Ólafur HF-200, hurfu út úr sjálfvirka tilkynningarskyldukerfinu og ekki náðist í þá um miðjan daginn í gær. Tilkynningarskyldan hafði því samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, sem kallaði út þyrluáhöfn. Þyrlan TF-SIF var reiðubúin til flugs þegar tilkynning barst um að bátarnir hefðu fundist. Bátarnir höfðu siglt um sextíu sjómílur út af Reykjanesi og voru því komnir út fyrir leyfilegt hafsvæði miðað við þann fjarskiptabúnað sem er um borð í bátunum.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×