Menning

Fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar

Hér starfa sérfræðingar á öllum sviðum og okkur langaði til þess að miðla þekkingu þeirra til almennings," segir Hrefna Guðmundsdóttir, fræðslu- og upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar. Á þriðjudag í næstu viku hefst fyrirlestraröð stofnunarinnar. Sérfræðingar stofnunarinnar á ýmsum sviðum taka þar fyrir ýmis málefni sem tengjast sviði Umhverfisstofnunar, á sviði matvæla, efnavara, dýraverndunarmála, mengunarmála og náttúruverndar. "Fyrirlestrarnir verða á léttu og aðgengilegu formi," segir Hrefna. "Umhverfisstofnun er tveggja ára gömul stofnun, hér er mikil þekking til staðar sem við viljum gefa almenningi kost á að njóta." Sigurður Örn Guðleifsson, lögfræðingur Umhverfisstofnunar, og Ólafur Árnason, sérfræðingur á framkvæmda- og eftirlitssviði Umhverfisstofnunar, ríða á vaðið á þriðjudaginn með erindi sem þeir nefna "Akstur utan vega". Fyrirlestrarnir hefjast klukkan 15. Aðgangur er öllum ókeypis. Fyrirlestrarnir fara fram í húsakynnum Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24. Fyrirlestrarnir verða aðra hvora viku og lýkur röðinni 7. desember. Dagskrá haustið 2004 14.sept.: Akstur utan vega 28. sept.: Samsetning og öryggi skólamáltíða 5. okt.: Varnir gegn mengun sjávar og stranda 26. okt.: Meindýravarnir 9. nóv.: Vefgátt fyrir landupplýsingar 23.nóv.: Erfðabreytt matvæli 7. des.: Svanurinn - leið til betri heilsu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×