Menning

Hjálmar Örn ellefu ára, Hlíðaskóla

Hjálmar Örn Hannesson er að verða ellefu ára og stundar nám í Hlíðaskóla." Það var fínt að byrja í skólanum og gaman að hitta krakkana aftur. Mér finnst stærðfræði skemmtilegust en svo finnst mér líka gaman að lesa bækur. Þessa dagana er ég reyndar mest að lesa Andrésblöð því ég er búinn að lesa allar bækurnar mínar. Ég las Harry Potter og Fönixreglan á ensku í fyrra af því að ég var of spenntur til að bíða eftir að hún kæmi á íslensku en síðasta bók sem ég las var Artemis Fowl. Ég er líka að læra á píanó og fer að læra á gítar í vetur." Ætlarðu að vera svona einsmannshljómsveit? "Nei, en kannski stofna ég hljómsveit með frændum mínum." Helstu áhugamál? "Það er píanóið og svo fótbolti og körfubolti. Ég spila ekki á píanóið í skólanum en við spilum oft fótbolta í frímínútum. Ég er mjög heppinn og þarf ekki að skipta um skóla fyrr en ég fer í MH. Systir mín var í þeim skóla og mér finnst gott að geta áfram gengið í skólann. Mér finnst leiðinlegt í strætó," segir Hjálmar Örn að lokum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×