Viðbúið að skólagjöld hækki 25. ágúst 2004 00:01 Útlit er fyrir að nemendur sem hefja nám í sameinuðum háskóla Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík þurfi að greiða skólagjöld á borð við þau sem tíðkast í þeim síðarnefnda. Að undirlagi menntamálaráðuneytisins standa yfir viðræður um samruna skólanna og eiga niðurstöður þeirra að liggja fyrir í lok næsta mánaðar. Háskólinn í Reykjavík er rekinn af sjálfseignarstofnun Verzlunarráðs Íslands um viðskiptamenntun innheimtir eru skólagjöld upp á tæpar 200 þúsund krónur fyrir veturinn fyrir hvern nemanda. Tækniháskóli Íslands er í ríkiseigu og innheimtir lögum samkvæmt 32 þúsund krónur á ári. Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektor við Tækniháskóla Íslands, segist á þessu stigi ekki geta sagt fyrir um mögulegar breytingar á skólagjöldum, komi til sameiningar. Hún segir hins vegar ljóst að sameinaður skóli verði ekki ríkisháskóli og þar af leiðandi með heimild til að taka upp slík gjöld. "En hvort af verður, eða hversu há, er seinni tíma mál," sagði hún. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, óttast að með sameiningu skólanna sé verið að lauma skólagjöldum í háskóla í eigu ríkisins. Hann segist þó fylgjandi sameiningum skóla á háskólastigi, fylgi þeim aukið fjármagn. "Meginvandi háskólastigsins er enda ekki fjöldi skóla heldur fjársvelti af hálfu stjórnvalda," segir hann og áréttar að huga verði að því í þessu tilfelli að í þessu tilviki sé annars vegar um að ræða skóla í einkaeigu og hins vegar háskóla í ríkiseigu. "Meginforsenda fyrir slíkri sameiningu er að nemendur við Tækniháskólann þurfi ekki að greiða hærri skólagjöld en þeir gera í dag. Ekki gengur að þarna sér verið að fara bakdyramegin að því að innleiða skólagjöld í háskóla hins opinbera. Sé svo kemur sameining ekki til greina og Tækniháskólinn væri þá betur borgið undir regnhlíf Háskóla Íslands," segir Björgvin, en telur þó sameiningu skólanna skoðunar virði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. "Sérstaklega að ekki verði tekin upp skólagjöld og að sá hluti sem myndar Tækniháskólann verði í eigu ríkisins." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir ekkert benda til að skólagjöld fæli efnaminni nemendur frá námi, heldur hafi sýnt sig að á sama tíma og skólum sem innheimta slík gjöld hefur fjölgað hafi ásókn í háskólanám aukist. "Ég vil líka benda á að Lánasjóður íslenskra námsmanna, sem er einn best rekni lánasjóður heimsins að mínu mati, kemur til með að lána fyrir skólagjöldum," segir hún og bætir við að skólagjöld séu bara einn hluti formlegra samrunaviðræðum skólanna, sem eru nýhafnar. Þorgerður Katrín taldi líklegast að sameinaður skóli fengi rekstrarform sjálfseignarstofnunar eða hlutafélags. "Þá er ekkert ólíklegt að tekin verði upp skólagjöld, án þess að ég gefi mér nokkuð um þá niðurstöðu. Hins vegar er alveg ljóst af minni hálfu að nemendur Tækniháskólans fá að ljúka því á sömu forsendum og voru þegar nám var hafið. " Þorgerður Katrín segir sameiningu Tækniháskólans og Háskóla Íslands ekki hafa verið inni í myndinni, enda væri frekar snertiflötur í námi Háskólans í Reykjavík og Tækniháskólans. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 1.400 talsins og nemendur Tækniháskólans tæplega 1.000, þannig að sameinaður skóli yrði með stærstu háskólum landsins. Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Sjá meira
Útlit er fyrir að nemendur sem hefja nám í sameinuðum háskóla Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík þurfi að greiða skólagjöld á borð við þau sem tíðkast í þeim síðarnefnda. Að undirlagi menntamálaráðuneytisins standa yfir viðræður um samruna skólanna og eiga niðurstöður þeirra að liggja fyrir í lok næsta mánaðar. Háskólinn í Reykjavík er rekinn af sjálfseignarstofnun Verzlunarráðs Íslands um viðskiptamenntun innheimtir eru skólagjöld upp á tæpar 200 þúsund krónur fyrir veturinn fyrir hvern nemanda. Tækniháskóli Íslands er í ríkiseigu og innheimtir lögum samkvæmt 32 þúsund krónur á ári. Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektor við Tækniháskóla Íslands, segist á þessu stigi ekki geta sagt fyrir um mögulegar breytingar á skólagjöldum, komi til sameiningar. Hún segir hins vegar ljóst að sameinaður skóli verði ekki ríkisháskóli og þar af leiðandi með heimild til að taka upp slík gjöld. "En hvort af verður, eða hversu há, er seinni tíma mál," sagði hún. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, óttast að með sameiningu skólanna sé verið að lauma skólagjöldum í háskóla í eigu ríkisins. Hann segist þó fylgjandi sameiningum skóla á háskólastigi, fylgi þeim aukið fjármagn. "Meginvandi háskólastigsins er enda ekki fjöldi skóla heldur fjársvelti af hálfu stjórnvalda," segir hann og áréttar að huga verði að því í þessu tilfelli að í þessu tilviki sé annars vegar um að ræða skóla í einkaeigu og hins vegar háskóla í ríkiseigu. "Meginforsenda fyrir slíkri sameiningu er að nemendur við Tækniháskólann þurfi ekki að greiða hærri skólagjöld en þeir gera í dag. Ekki gengur að þarna sér verið að fara bakdyramegin að því að innleiða skólagjöld í háskóla hins opinbera. Sé svo kemur sameining ekki til greina og Tækniháskólinn væri þá betur borgið undir regnhlíf Háskóla Íslands," segir Björgvin, en telur þó sameiningu skólanna skoðunar virði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. "Sérstaklega að ekki verði tekin upp skólagjöld og að sá hluti sem myndar Tækniháskólann verði í eigu ríkisins." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir ekkert benda til að skólagjöld fæli efnaminni nemendur frá námi, heldur hafi sýnt sig að á sama tíma og skólum sem innheimta slík gjöld hefur fjölgað hafi ásókn í háskólanám aukist. "Ég vil líka benda á að Lánasjóður íslenskra námsmanna, sem er einn best rekni lánasjóður heimsins að mínu mati, kemur til með að lána fyrir skólagjöldum," segir hún og bætir við að skólagjöld séu bara einn hluti formlegra samrunaviðræðum skólanna, sem eru nýhafnar. Þorgerður Katrín taldi líklegast að sameinaður skóli fengi rekstrarform sjálfseignarstofnunar eða hlutafélags. "Þá er ekkert ólíklegt að tekin verði upp skólagjöld, án þess að ég gefi mér nokkuð um þá niðurstöðu. Hins vegar er alveg ljóst af minni hálfu að nemendur Tækniháskólans fá að ljúka því á sömu forsendum og voru þegar nám var hafið. " Þorgerður Katrín segir sameiningu Tækniháskólans og Háskóla Íslands ekki hafa verið inni í myndinni, enda væri frekar snertiflötur í námi Háskólans í Reykjavík og Tækniháskólans. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 1.400 talsins og nemendur Tækniháskólans tæplega 1.000, þannig að sameinaður skóli yrði með stærstu háskólum landsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Sjá meira