Jenni í Brain Police 25. ágúst 2004 00:01 "Ég man ekki mikið eftir kennurunum mínum þar sem ég var alltaf frekar utan við mig í skólanum. En það er einn kennari sem stendur vafalaust uppúr," segir Jens Ólafsson, eða Jenni eins og margir þekkja hann, söngvari hljómsveitarinnar Brain Police og Hot Damn aðspurður um eftirminnilegasta kennarann. "Ég var með kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem kenndi mér sálfræði eina önn. Hann var mjög utan við sig og frekar vandræðilegur alltaf hreint í tímum. Það var mjög skrýtið. Alltaf þegar hann var að skrifa á töfluna með bláum tússpenna þá studdi hann hendinni við töfluna og máði út textann. Síðan þurrkaði hann sér í framan með henni og varð allur blár í framan þar sem höndin var öll út í tússi," segir Jens. Öll höfum við haft kennara sem koma okkur til að hlægja í hverjum tíma en það er alltaf eitt atvik sem stendur upp úr. "Í einum tíma þá tók þessi tiltekni kennari eftir því að hann var með opna buxnaklauf. Í staðinn fyrir að renna upp þá opnaði hann sálfræðibókina sem hann kenndi upp úr og stillti henni upp á kennaraborðinu. Síðan færði hann sig mjög laumulega á bak við bókina og renndi upp buxnaklaufinni. Það var frekar fyndið að vera í tíma hjá honum þar sem allir biðu eftir því að hann gerði eitthvað skemmtilegt. Og hann brást bekknum aldrei í þeim málum," segir Jens og bætir við að hann muni ekkert hvað kennarinn heitir. "Ég man ekkert hvort við kölluðum hann eitthvað sérstakt eða neitt svoleiðis. Hann var ekki með neitt gælunafn held ég." Nám Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég man ekki mikið eftir kennurunum mínum þar sem ég var alltaf frekar utan við mig í skólanum. En það er einn kennari sem stendur vafalaust uppúr," segir Jens Ólafsson, eða Jenni eins og margir þekkja hann, söngvari hljómsveitarinnar Brain Police og Hot Damn aðspurður um eftirminnilegasta kennarann. "Ég var með kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem kenndi mér sálfræði eina önn. Hann var mjög utan við sig og frekar vandræðilegur alltaf hreint í tímum. Það var mjög skrýtið. Alltaf þegar hann var að skrifa á töfluna með bláum tússpenna þá studdi hann hendinni við töfluna og máði út textann. Síðan þurrkaði hann sér í framan með henni og varð allur blár í framan þar sem höndin var öll út í tússi," segir Jens. Öll höfum við haft kennara sem koma okkur til að hlægja í hverjum tíma en það er alltaf eitt atvik sem stendur upp úr. "Í einum tíma þá tók þessi tiltekni kennari eftir því að hann var með opna buxnaklauf. Í staðinn fyrir að renna upp þá opnaði hann sálfræðibókina sem hann kenndi upp úr og stillti henni upp á kennaraborðinu. Síðan færði hann sig mjög laumulega á bak við bókina og renndi upp buxnaklaufinni. Það var frekar fyndið að vera í tíma hjá honum þar sem allir biðu eftir því að hann gerði eitthvað skemmtilegt. Og hann brást bekknum aldrei í þeim málum," segir Jens og bætir við að hann muni ekkert hvað kennarinn heitir. "Ég man ekkert hvort við kölluðum hann eitthvað sérstakt eða neitt svoleiðis. Hann var ekki með neitt gælunafn held ég."
Nám Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira