Innlent

Bíll valt á Skagavegi

Bíll valt á Skagavegi í gær eftir að kind hljóp í veg fyrir bílinn. Ökumaðurinn, sem er ítalskur ferðamaður, reyndi að koma í veg fyrir að aka á kindina, en það tókst ekki betur en svo að bíllinn valt og er talinn gjörónýtur. Lögreglan á Blönduósi segir að ítalskt par hafi verið í bílnum og að þau hafi bæði sloppið ómeidd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×