Innlent

Sameining á Héraði staðfest

Félagsmálaráðurneytið hefur staðfest sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs í eitt sveitarfélag. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna þriggja hafa nú þegar hafið vinnu við þau fjölmörgu verkefni sem snúa að sameiningunni en ný sveitarstjórn mun taka við völdum 1. nóvember næstkomandi að því er segir í frétttatilkynningu. Í tilkynningunni segir að með sameiningunni sé orðið til öflugt sveitarfélag með fjölbreytta möguleika til búsetu. Sveitarfélagið er annað fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi, miðað við mannfjöldatölur 1. desember síðastliðinn, með tæplega 3000 íbúa.Um mitt þetta ár eru íbúarnir hinsvegar um 3400 ef tekið er tillit til þeirra erlendu starfsmanna sem starfa við virkjanaframkvæmdir í sveitarfélaginu. Um 2000 manns búa á Egilsstöðum og í Fellabæ sem við sameininguna verður stærsti þéttbýliskjarni á Austurlandi. Þar er öflugt framboð verslunar og þjónustu og þar tengjast leiðir innan sveitarfélagsins og til annarra svæða á Austurlandi. Sveitarfélagið afmarkast af Biskupshálsi í vestri, Héraðsflóa í norðri, Austfjarðafjallgarði í austri og Vatnajökli og Öxi í suðri. Þéttbýlið styður sterk byggð í dreifbýlinu með blómleg landbúnaðsvæðiog smærri þjónustukjarna en með sameiningunni er orðið til mjög víðfemt sveitarfélag sem er með þeim landmestu á Íslandi. Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 25. september. Kjörskrár vegna kosninganna munu liggja frammi almenningi til sýnis frá og með miðvikudeginum 6. október til og með föstudagsins 15. október. Til nýrrar sveitarstjórnar verður kosið laugardaginn 16. október og samhliða sveitarstjórnarkosningunum verður gerð skoðanannakönnun um nafn á nýju sveitarfélagi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×