Innlent

Enn beðið eftir áverkavottorði

Rannsókn á líkamsárás sem átti sér stað í Öxnadal fimmta ágúst er á lokastigi að sögn Daníels Snorrasonar, hjá lögreglunni á Akureyri. Maður um þrítugt er talinn hafa barið annan mann á svipuðum aldri í höfuðið með hafnaboltakylfu. Sá slasaðist alvarlega og lá um tíma á gjörgæsludeild. Daníel segir að enn sé beðið áverkavottorðs frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og veit ekki af hverju það hefur ekki enn skilað sér. Hann segist þó vita til þess að slíkt geti tekið nokkrar vikur. Þá geti spilað inn í að sá sem fyrir árásinni varð er enn á sjúkrahúsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×