Innlent

Þrauka frekar en að hækka

;Við höfum ekki í hyggju að hækka fargjöld þrátt fyrir hækkanir olíuverðs. Þó að þetta sé hækkun á einum kostnaðarlið þá reynum við að mæta því með því að minnka kostnað annars staðar," segir Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express. Ólafur segir félagið þrauka frekar en að hækka fargjöld þar sem það sé lággjaldaflugfélag. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvort gripið verði til hækkana fargjalda vegna hækkunar olíuverðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×