Siv aftur í ríkisstjórn? 23. ágúst 2004 00:01 Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að formaður flokksins og aðrir forystumenn haldi fund með óánægjuöflum innan flokksins til að freista þess að ná sáttum. Hann segir mikilvægt að fullvissa jafnréttissinna um að Siv Friðleifsdóttir snúi aftur í ríkisstjórn. Guðni Ágústsson segir mikilvægt að forysta flokksins fullvissi jafnréttissinna innan flokksins um að Siv Friðleifsdóttir víki einungis tímabundið úr ríkisstjórn, nú þegar formaður flokksins hefur boðað enn frekari breytingar innan eins og hálfs árs. Hennar tími sé ekki liðinn í pólitík, enda sé hún gríðarlega öflugur ráðherra. Aðspurður hvort honum finnist að það hefði átt að fara einhverja aðra leið segir Guðni svo ekki vera, þrátt fyrir að hann hafi vitað að þessi leið myndi valda mikilli ólgu. Guðni segir að hann hafi lagt á það áherslu, áður en ákvörðun formannsins lá fyrir, í samtali sínu og Halldórs að leitað yrði til fleiri framsóknarmanna en þingmanna um hvernig mætti ná farsælli lausn. Það hafi ekki verið gert en þar sé hægt að bæta úr. Guðni segir að það sé órói í flokknum og hann ætli ekki að gera lítið úr honum, það sé einungis hægt að jafna hann með því að skýra málin betur. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að konur hefðu alla jafna haft mikil áhrif innan flokksins. Engin ástæða væri til annars en að ætla að svo yrði áfram. Hann segist hafa fullan skilning á ónægju framsóknarkvenna en bendir á að konur hafi haft mikinn frama í flokknum, og meiri en í öðrum flokkum. Aðspurður um þær ásakanir á hendur Halldóri um að vilja koma öllum völdum Framsóknarflokksins í hendurnar á fámennri stuðningsmannaklíku sinnar segir Halldór að þetta sé út í hött. Völdin séu í höndum þingflokksins og flokksþings þar sem hann hafi verið kjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Halldóri þykir miður að einhverjir skuli hafa verið að tala með þessum hætti en ef hinir sömu séu ónægðir með þær ákvarðanir sem hann tekur, þá sé rétt að tala um það beint við Halldór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að formaður flokksins og aðrir forystumenn haldi fund með óánægjuöflum innan flokksins til að freista þess að ná sáttum. Hann segir mikilvægt að fullvissa jafnréttissinna um að Siv Friðleifsdóttir snúi aftur í ríkisstjórn. Guðni Ágústsson segir mikilvægt að forysta flokksins fullvissi jafnréttissinna innan flokksins um að Siv Friðleifsdóttir víki einungis tímabundið úr ríkisstjórn, nú þegar formaður flokksins hefur boðað enn frekari breytingar innan eins og hálfs árs. Hennar tími sé ekki liðinn í pólitík, enda sé hún gríðarlega öflugur ráðherra. Aðspurður hvort honum finnist að það hefði átt að fara einhverja aðra leið segir Guðni svo ekki vera, þrátt fyrir að hann hafi vitað að þessi leið myndi valda mikilli ólgu. Guðni segir að hann hafi lagt á það áherslu, áður en ákvörðun formannsins lá fyrir, í samtali sínu og Halldórs að leitað yrði til fleiri framsóknarmanna en þingmanna um hvernig mætti ná farsælli lausn. Það hafi ekki verið gert en þar sé hægt að bæta úr. Guðni segir að það sé órói í flokknum og hann ætli ekki að gera lítið úr honum, það sé einungis hægt að jafna hann með því að skýra málin betur. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að konur hefðu alla jafna haft mikil áhrif innan flokksins. Engin ástæða væri til annars en að ætla að svo yrði áfram. Hann segist hafa fullan skilning á ónægju framsóknarkvenna en bendir á að konur hafi haft mikinn frama í flokknum, og meiri en í öðrum flokkum. Aðspurður um þær ásakanir á hendur Halldóri um að vilja koma öllum völdum Framsóknarflokksins í hendurnar á fámennri stuðningsmannaklíku sinnar segir Halldór að þetta sé út í hött. Völdin séu í höndum þingflokksins og flokksþings þar sem hann hafi verið kjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Halldóri þykir miður að einhverjir skuli hafa verið að tala með þessum hætti en ef hinir sömu séu ónægðir með þær ákvarðanir sem hann tekur, þá sé rétt að tala um það beint við Halldór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira