Unnið með himnur líkamans 23. ágúst 2004 00:01 Erla Ólafsdóttir er sjúkraþjálfari sem ásamt Birgi Hilmarssyni er í forsvari fyrir Upledgerstofnunina á Íslandi en samtökin standa fyrir kynningarnámskeiðum í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð um allt land. "Dr. John Upledger er upphafsmaður höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðar og þróaði hana út frá beina- og liðskekkjufræði. Við höfum sótt námskeið hjá honum í Flórída og einnig hérna heima." En í hverju felst meðferðin? "Við vinnum með himnukerfi líkamans. Við erum að losa um spennu, bólgur og samgróninga í himnukerfinu. Það eru himnur utan um allar frumur líkamans og þær safna í sig bólgum sem svo valda bæði andlegri og líkamlegri vanlíðan. Ef næst að slaka á himnunni fara hormónarnir að vinna betur og orkuflæðið jafnast um líkamann og hann á auðveldara með að losa sig við úrgangsefni. Fólk liggur fullklætt á bekk og meðferðin byggist fyrst og fremst á mjög léttri snertingu þar sem við erum að mæta þeirri spennu sem er í líkamanum og vefjunum. Við hlustum inn í líkamann og fylgjum því sem fer af stað þegar við mætum spennunni sem fyrir er. Upphaflega var unnið með himnurnar utan um miðtaugakerfið og mænuna en nú erum við að vinna með allar himnur líkamans. Þegar maður losar um himnurnar í miðtaugakerfinu er verið að fara mjög djúpt og þá er viðbúið að fólk upplifi tilfinningar sem það hefur bælt niður. Þetta getur því verið bæði andleg og líkamleg meðferð í senn." Kynningarnámskeiðin hafa tvíþættan tilgang, þar sem á þeim er bæði verið að kynna meðferðina fyrir fagfólki sem getur lært hana hjá stofnuninni og hins vegar fyrir almenningi. "Námskeiðin eru ætluð fagaðilum sem hafa hug á að kynna sér þetta meðferðarúrræði en þeir sem vilja læra slíka meðferð til að hjálpa sér og sínum geta líka notið góðs af því að koma á námskeiðin." Næsta námskeið verður í Reykjavík 3.og 4. september. Allar nánari upplýsingar er að finna á upledger.is. Heilsa Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Erla Ólafsdóttir er sjúkraþjálfari sem ásamt Birgi Hilmarssyni er í forsvari fyrir Upledgerstofnunina á Íslandi en samtökin standa fyrir kynningarnámskeiðum í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð um allt land. "Dr. John Upledger er upphafsmaður höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðar og þróaði hana út frá beina- og liðskekkjufræði. Við höfum sótt námskeið hjá honum í Flórída og einnig hérna heima." En í hverju felst meðferðin? "Við vinnum með himnukerfi líkamans. Við erum að losa um spennu, bólgur og samgróninga í himnukerfinu. Það eru himnur utan um allar frumur líkamans og þær safna í sig bólgum sem svo valda bæði andlegri og líkamlegri vanlíðan. Ef næst að slaka á himnunni fara hormónarnir að vinna betur og orkuflæðið jafnast um líkamann og hann á auðveldara með að losa sig við úrgangsefni. Fólk liggur fullklætt á bekk og meðferðin byggist fyrst og fremst á mjög léttri snertingu þar sem við erum að mæta þeirri spennu sem er í líkamanum og vefjunum. Við hlustum inn í líkamann og fylgjum því sem fer af stað þegar við mætum spennunni sem fyrir er. Upphaflega var unnið með himnurnar utan um miðtaugakerfið og mænuna en nú erum við að vinna með allar himnur líkamans. Þegar maður losar um himnurnar í miðtaugakerfinu er verið að fara mjög djúpt og þá er viðbúið að fólk upplifi tilfinningar sem það hefur bælt niður. Þetta getur því verið bæði andleg og líkamleg meðferð í senn." Kynningarnámskeiðin hafa tvíþættan tilgang, þar sem á þeim er bæði verið að kynna meðferðina fyrir fagfólki sem getur lært hana hjá stofnuninni og hins vegar fyrir almenningi. "Námskeiðin eru ætluð fagaðilum sem hafa hug á að kynna sér þetta meðferðarúrræði en þeir sem vilja læra slíka meðferð til að hjálpa sér og sínum geta líka notið góðs af því að koma á námskeiðin." Næsta námskeið verður í Reykjavík 3.og 4. september. Allar nánari upplýsingar er að finna á upledger.is.
Heilsa Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira