Innlent

Mannlaus vörubíll rann tugi metra

Tæplega níu tonna mannlaus vörubíll með tengivagni rann tugi metra fyrir ofan Smárlind í gærkvöldi, en stöðvaðist þar sem tengivagninn snerist og ölli því ekki tjóni. Bílstjóri vörubílsins yfirgaf bílinn rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og gleymdi að setja stöðuhemla á hann, með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað, að sögn lögreglunnar í Kópavogi. Lögregla segir mildi að staðurinn, sem bílnum var lagt á var ekki fjölfarinn. Að tengivagni meðtöldum er bíllinn tæp15 tonn að þyngd og því ljóst að hann hefði getað valdið miklu tjóni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×