Innlent

Engir demantar í Eyjum

Sigurður Steinþórsson prófessor í jarðfræði í Háskóla Íslands segir að fréttir um demantafund í Vestmannaeyjum séu sennilega grín. "Vestmannaeyingar eru svo gamansamir," segir hann. Sigurður segir demanta myndast við mjög séstök skilyrði sem ekki séu til staðar í Vestmannaeyjum en í gær greindi fréttavefur í Vestmannaeyjum frá því að þýskur jarðfræðingur hefði fundið demant í hrauninu sem rann 1973. Ingvar Atli Sigurðsson, jarðfræðingur í Vestmannaeyjum, er líka mjög efins um fréttirnar. "Ég tel þetta alveg fjarstæðukennt. Ég hef enga trú á þessu," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×