Menning

Matthías Már Valdimarsson níu ára

"Ég er ekkert spenntur yfir því að byrja í skólanum, mér finnst frekar leiðinlegt í honum. Við þurfum að mæta í níu mánuði á hverju ári í sex klukkutíma á dag. Mér finnst það allt of langt. Ég reiknaði það út að ég er í 170 daga í skólanum en ef ég tek helgarfrí inn í það þá er ég 280 daga samfleytt í skólanum. Það er mjög langur tími. Mér finnst frímínúturnar skemmtilegastar. Ég veit ekkert hverjum ég sit við hliðina á þar sem ég ræð því ekki. Ég get gert óskir um það en ég veit ekkert hverjum ég vil sitja hjá. Ég fæ kannski nýja skólatösku frá Íslandsbanka sem er alveg risastór. Ég veit ekki hvað meira skóladót ég kaupi."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×