Innlent

Yfirheyrslur halda áfram

MYND/Vísir
Yfirheyrslum verður fram haldið í dag vegna atviks í Öxnadal í síðustu viku þar sem karlmaður á þrítugsaldri er grunaður um að hafa höfuðkúpubrotið mann og veitt honum fleiri áverka. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri gefur ekki upplýsingar um yfirheyrslur sem fram fóru í gær vegna rannsóknarhagsmuna. Fram hefur komið að sjö manns voru á vettvangi í tveimur bílum, þar á meðal tvö börn. Hinn slasaði var í fyrstu sagður hafa fallið úr bíl eftir að deilur hefðu komið upp en rannsókn lögreglu hefur leitt annað í ljós og er meintur árásarmaður í gæsluvarðhaldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×