Innlent

Vísitala neysluverðs ekkert hækkað

Vísitala neysluverðs hefur ekkert hækkað frá síðasta mánuði en ýmsar ytri aðstæður ýta þó verðbólgunni upp. Síðustu tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,7 prósent en þar af um aðeins 0,3 prósent síðustu þrjá mánuðina þannig að verulega hefur slegið á þensluna. Ef litið er á hækkunina síðustu þrjá mánuðina jafngildir hún aðeins 1,2 prósenta verðbólgu en staðreyndin er að verðbólga er nú 3,7% og eykst frá fyrri mánuði þegar hún var 3,6%. Hækkandi húsnæðisverð hefur átt ríkan þátt í aukinni verðbólgu og undirliggjandi verðbólguþrýstingur hefur aukist. Það skýrir þó ekki alla verðbólguna. Ef húsnæðisverð er tekið úr myndinni mælist verðbólgan 2,9%. Miðað við óbreytt gengi krónunnar og forsendur um hóflegar launahækkanir er líklegt að verðbólga reynist 3,3% yfir þetta ár og 3,1% yfir næsta ár. Óvissa spárinnar er að miklu leyti fólgin í innfluttri verðbólgu, samanber heimsmarkaðsverð á olíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×