Innlent

Drengur á hjóli lenti fyrir bíl

Tíu ára drengur slapp ótrúlega vel þegar hann lenti á reiðhjóli sínu í hörðum árekstri við bíl á mótum Hagasels og Heiðarsels um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Drengurinn skall á framrúðu bílsins með þeim þunga að hún brotnaði en drenginn sakaði ekki. Hann var með góðan hjálm sem sprakk við höggið, eins og hjálmar eiga að gera við mikil högg, og er talið fullvíst að það hafi forðað honum frá alvarlegum meiðslum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×