Innlent

Brjóta ekki gegn EES samningi

Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel (ESA) hefur samþykkt að starfsskilyrði Íbúðalánasjóðs brjóti ekki gegn ákvæðum EES-samningsins. Stofnunin samþykkir einnig hækkun hámarksláns Íbúðalánasjóðs í 90% af kaupverði íbúðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Félagsmálaráðuneytinu. Ríkisstjórnin ákvað að tilkynna fyrirhugaða hækkun hámarksláns til ESA í nóvember í fyrra. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja kvörtuðu yfir starfsskilyrðum Íbúðalánasjóðs til ESA í apríl. ESA komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag íbúðalána Íbúðalánasjóðs feli í sér almannaþjónustu sem sé heimil samkvæmt ákvæðum EES-samningsins. Sérstaklega er tekið fram að þetta eigi jafnt við um almenn lán og viðbótarlán til tekjuminni kaupenda. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra,segir þessa niðurstöðu staðfesta málflutning íslenskra stjórnvalda. Nú blasi við að unnt sé að hrinda í framkvæmd fyrirheiti úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs í 90%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×