Innlent

Finnar kaupa mest af sterku áfengi

Finnar kaupa mest af sterku áfengi á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í tölum um áfengissölu sem Stakes, rannsóknastofnun um félags- og heilsuvernd, hefur birt. Árlega kaupa Finnar, 15 ára og eldri, að meðaltali 13 hálflítra flöskur af sterku áfengi. Það er nær tvisvar sinnum meira en Norðmenn og Svíar kaupa. Danir kaupa næst mest af sterku áfengi, á eftir þeim koma Svíar og síðan Íslendingar. Norðmenn kaupa minnst af sterku áfengi. Miðað við hálflítra flöskur kaupa Norðmenn að meðaltali 6 á ári. En aftur á móti kaupa Danir mest af áfengi almennt. Í rannsókninni kemur ekki fram hve miklu er smyglað inn til þeirra landa þar sem áfengisgjöldin eru hæst. Áfengisgjöldin eru nú til umræðu í norrænu ríkisstjórnunum eftir að forsætisráðherrarnir funduðu hér á Íslandi s.l. helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×