Innlent

Brúin yfir Jöklu á kaf

Brúin yfir Jöklu fór á bóla kaf í gærkvöldi þótt vatnsrennsli framan af degi gæfi vísbendingar um að ekki yrði flóð í gærkvöldi. Vatnsborðið fór upp í 478 metra yfir sjávarmál og vantaði tuttugu metra upp á að það næði hæð varnargarðsins ofan stíflustæðisins, þar sem vinna er hafin á ný eftir hátt í viku hlé. Búist er við að minnstakosti jafn miklu flóði í kvöld en engar frekari varnaraðgerðir eru fyrirhugaðar þar sem sérfræðingar á svæðinu telja að núverandi viðbúnaður eigi að geta mætt talsvert meira flóði án þes að það valdi tjóni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×