Innlent

Leitað að fjórtán ára dreng

Leit er hafin að fjórtán ára þýskum dreng sem orðið hafði viðskila við föður sinn á Fljótsdalsheiði í morgun. Feðgarnir festu bíl sinn á heiðinni og hélt drengurinn förinni áfram fótgangandi. Þegar faðirinn hugðist sækja son sinn varð hann drengsins hvergi var. Faðirinn tilkynnti um atburðinn til lögreglu á tíunda tímanum og hófst umfangsmikil leit um klukkustund síðar. Björgunarsveitir úr nágrenninu njóta meðal annars liðsinnis flugvélar við leitina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×