Börn skemmtilegri en áður 10. ágúst 2004 00:01 Börn sætta sig ekki lengur við að vera bara móttakendur og læra steinþegjandi þó að það hafi hentað okkur. Þetta er bara þróun en það er ekki hægt að segja að börnin hafi versnað. Ég mundi ekki taka undir það undir nokkrum kringumstæðum," segir Anna Sigríður Pétursdóttir, sem titluð er talkennari í símaskránni. Hún hefur langa reynslu af skólastarfi, hóf kennslu við Breiðholtsskóla 1973 og er að hefja sitt níunda ár sem aðstoðarskólastjóri þar. Um tíma sinnti hún einnig talkennslu í nokkrum skólum til viðbótar en hætti þegar henni fannst annríkið orðið um of. Þótt Anna Sigríður eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð, sé enn á besta aldri hefur hún upplifað miklar breytingar innan grunnskólans. Skólaár og skóludagur hafa lengst, samræmdum prófum fjölgað og samsetning bekkja breyst. Fyrst var börnum raðað eftir getu, nú er blöndunin alger en áhersla lögð á einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda, án aðgreiningar. Þá hefur sjálfstæði skóla aukist og þar með vald stjórnenda. Það líkar Önnu Siggu vel. "Skólar eru fráleitt allir eins og það er gott fyrir stjórnendur að geta hagað hlutunum eins og hentar þeirra skóla." Í Breiðholtsskóla standa breytingar fyrir dyrum. Anna Sigga lýsir þeim "Við lögðum stundatöfluna upp þannig núna að árgangar geti unnið saman og kennarar blandað hópum innan hvers árgangs. Þetta fyrirkomulag þekkist víða og útheimtir mikla samvinnu kennara." Eins og áður hefur komið fram er Anna Sigga ekki ein þeirra sem finnst allt á niðurleið í uppeldi þjóðarinnar. "Börnin eru að mörgu leyti skemmtilegri nú en áður. Þau eru frjálsari og hafa meiri þekkingu á ýmsu. Hinsvegar er áberandi í seinni tíð hvað börn eru hvatvís, ör og fljót að bregðast við áreiti," segir hún. Einnig bendir hún á að nú á tímum eigi öll börn rétt á að vera í skóla og séu þar, hvort sem þau falli inn í bekki eða ekki. Skóladagurinn sé langur og gamla stoðfjölskyldukerfið fyrir bí. Anna Sigga telur skólana reyna að laða sig að breyttum aðstæðum barnanna og þeim miðlum sem þau alist upp við. Allt sé gert til að hvert og eitt fái notið sinna hæfileika enda sé fræðslumiðstöðin búin að setja fram áætlun til tíu ára um stefnumiðaða kennsluhætti. En kalla þau markmið ekki á fleiri kennara? "Jú, þau kalla á fleira starfsfólk við skólana. Við erum með börn innan um sem þurfa alveg manninn með sér. Stefna stjórnvalda og fræðslumiðstöðvar er að vera með öll börn í skólanum og sinna þeim á þennan hátt en þá verður líka að gera það með þeim stæl að ekki þurfi að skammast sín fyrir það. Nám Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Börn sætta sig ekki lengur við að vera bara móttakendur og læra steinþegjandi þó að það hafi hentað okkur. Þetta er bara þróun en það er ekki hægt að segja að börnin hafi versnað. Ég mundi ekki taka undir það undir nokkrum kringumstæðum," segir Anna Sigríður Pétursdóttir, sem titluð er talkennari í símaskránni. Hún hefur langa reynslu af skólastarfi, hóf kennslu við Breiðholtsskóla 1973 og er að hefja sitt níunda ár sem aðstoðarskólastjóri þar. Um tíma sinnti hún einnig talkennslu í nokkrum skólum til viðbótar en hætti þegar henni fannst annríkið orðið um of. Þótt Anna Sigríður eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð, sé enn á besta aldri hefur hún upplifað miklar breytingar innan grunnskólans. Skólaár og skóludagur hafa lengst, samræmdum prófum fjölgað og samsetning bekkja breyst. Fyrst var börnum raðað eftir getu, nú er blöndunin alger en áhersla lögð á einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda, án aðgreiningar. Þá hefur sjálfstæði skóla aukist og þar með vald stjórnenda. Það líkar Önnu Siggu vel. "Skólar eru fráleitt allir eins og það er gott fyrir stjórnendur að geta hagað hlutunum eins og hentar þeirra skóla." Í Breiðholtsskóla standa breytingar fyrir dyrum. Anna Sigga lýsir þeim "Við lögðum stundatöfluna upp þannig núna að árgangar geti unnið saman og kennarar blandað hópum innan hvers árgangs. Þetta fyrirkomulag þekkist víða og útheimtir mikla samvinnu kennara." Eins og áður hefur komið fram er Anna Sigga ekki ein þeirra sem finnst allt á niðurleið í uppeldi þjóðarinnar. "Börnin eru að mörgu leyti skemmtilegri nú en áður. Þau eru frjálsari og hafa meiri þekkingu á ýmsu. Hinsvegar er áberandi í seinni tíð hvað börn eru hvatvís, ör og fljót að bregðast við áreiti," segir hún. Einnig bendir hún á að nú á tímum eigi öll börn rétt á að vera í skóla og séu þar, hvort sem þau falli inn í bekki eða ekki. Skóladagurinn sé langur og gamla stoðfjölskyldukerfið fyrir bí. Anna Sigga telur skólana reyna að laða sig að breyttum aðstæðum barnanna og þeim miðlum sem þau alist upp við. Allt sé gert til að hvert og eitt fái notið sinna hæfileika enda sé fræðslumiðstöðin búin að setja fram áætlun til tíu ára um stefnumiðaða kennsluhætti. En kalla þau markmið ekki á fleiri kennara? "Jú, þau kalla á fleira starfsfólk við skólana. Við erum með börn innan um sem þurfa alveg manninn með sér. Stefna stjórnvalda og fræðslumiðstöðvar er að vera með öll börn í skólanum og sinna þeim á þennan hátt en þá verður líka að gera það með þeim stæl að ekki þurfi að skammast sín fyrir það.
Nám Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira