Innlent

Veðurblíðan með eindæmum

Veðurblíðan á landinu er með eindæmum. Klukkan þrjú var hitinn heilar 28 gráður í Skaftafelli, Árnesi, Skálholti, á Hólasandi og á Þingvöllum. Þá var hitinn 25-27 gráður á fjölmörgum stöðum samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Hitinn á miðhálendinu er með hreinum ólíkindum og á níu af tíu veðurathugunarstöðvum þar var hitinn yfir tuttugu gráðum klukkan þrjú. Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur segir hitann í dag hafa mælst yfir opinberu hitameti í ágúst, sem eru 27,7 gráður, sem mældist á Akureyri árið 1976. Hins vegar hafi staðfestar kvikasilfursmælingar ekki enn borist og því enn beðið með að slá því föstu að hitametið í ágúst sé fallið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×