Innlent

Úrskurðaður í viku gæsluvarðhald

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað karlmann á þrítugsaldri í vikulangt gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa höfuðkúpubrotið annan karlmann og veitt honum frekari áverka aðfararnótt síðastliðins fimmtudags. Málið er enn í rannsókn en Neyðarlínu var tilkynnt um að maður hefði slasast í Öxnadal eftir að hafa fallið við að fara út úr bifreið eftir að til deilna hafði komið. Við rannsókn kom í ljós að sú frásögn var ekki trúverðug og hefur einn karlmaður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eins og fyrr segir. Fórnarlambið lá á gjörgæsludeild í nokkra daga en er nú komið á handlækningadeild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×