Innlent

Mismargir í strætó

"Það er mjög misjafnt hversu margir taka strætó," segir Styrmir Jónsson strætisvagnabílstjóri. Styrmir segir marga á leiðinni niður í bæ í góða veðrinu en verður þó ekki var við mikla aukningu viðskiptavina þegar veðrið er gott. "Sumir eru að flýta sér, aðrir ekki," segir Styrmir aðspurður um hvort afslappaðra andrúmsloft ríki í strætó í góðu veðri. Styrmir segir marga taka strætó á sumrin þrátt fyrir að skólarnir starfi ekki. "Þá koma ferðamennirnir auk þess sem margir eru í fríi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×