Innlent

Vill jákvæða kosningabaráttu

Helga Árnadóttir, sem býður sig fram til formanns Heimdallar, segir mikilvægt að kosningabaráttan verði háð á jákvæðum nótum, en mótframbjóðandi hennar fór hörðum orðum um félagið í gær og segir það fámenna valdaklíku. Tveir ætla að bítast um formannsstólinn í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, en kosningar verða næsta laugardag. Bolli Thoroddsen, annar frambjóðendanna, fór í gær hörðum orðum um núverandi stjórn Heimdallar og segir félagið klíku örfárra sem breyti reglum eins og þeim henti. Helga Árnadóttir, sem einnig er í framboði, segir þetta of langt gengið. Hún leggur áherslu á að líta verði til framtíðar og vinna verði saman. Það verði að fá fleira ungt fólk til liðs við félagið og halda því á jákvæðum nótum. Helga segir þörf á því að bæta ímynd félagsins og efla starfið. Aðeins einu sinni í sögu Heimdallar hefur formaðurinn verið kvenkyns. Helga segir mikilvægt að það sé fjölbreyttur hópur ungs fólks sem myndi stjórn Heimdallar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×