Innlent

Opinber heimsókn forsætisráðherra

Opinber heimsókn forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen, hingað til lands hefst í dag. Hún hefst með hádegisverði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu en eftir hádegi verður farið með Vanhanen og eiginkonu hans í skoðunarferð til Nesjavalla og Þingvalla. Í kvöld skoða gestirnir handrit Árnastofnunar í Þjóðmenningarhúsinu og snæða þar hátíðarkvöldverð í boði starfandi forsætisráðherra Halldórs Ásgrímssonar. Heimsókninni lýkur á morgun með því að forsætisráðherrahjónin fara í Bláa lónið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×