Innlent

Eldur kviknaði í vörubíl

Tveir menn sluppu ómeiddir þegar eldur kviknaði í vörubíl sem þeir voru á rétt fyrir utan Stykkishólm undir kvöld í gær. Þeir urðu varir við reyk og komu sér strax út úr bílnum en rétt í því urðu vélarhúsið og ökumannshúsið alelda. Eldurinn náði líka að teygja sig í gröfu sem var á palli bílsins og er talið að bæði bíll og grafa séu ónýt. Eldsupptök eru ókunn. Bíllinn er í eigu sama verktaka og á bílinn sem valt út af brúnni yfir Laxá fyrr í vikunni. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×