Innlent

Sjö mótorcrosshjólum stolið

Sjö torfæruhjólum var stolið úr læstri geymslu í Ártúnsholtinu núna um helgina og búnaði sem notaður er við akstur þeirra í torfærum. Eitt hjólanna fannst í undirgöngum í Mjódd óskemmt og læst við staur eins og ætti að sækja það síðar. Hin sex eru ófundin, þar á meðal lítið mótocross barnahjól. Heildarverðmæti mótocrosshjólanna losar þrjár milljónir króna. Ummerki um innbrot voru lítil og virðist sem fagmenn hafi verið að verki og gengið hreinlega til verks. Lögreglan rannsakar málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×